Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:
„Mér líður bara mjög vel, við náðum góðri endurhæfingu í gær og ég held að það séu bara allir tilbúnir í næsta leik,“ leikmaður íslenska liðsins á æfingu í morgun.
Ísland mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM laugardaginn 22. júlí en íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum á mótinu gegn Frökkum, 0-1.
„Ég held að við höfum nýtt daginn í gær vel, æfingin í dag verður svo í léttari kantinum þannig að við ættum allar að vera 100% tilbúnar í leikinn gegn Sviss á laugardaginn.“
„Við ákváðum að minnka álagið á fæturnar með því að fara í sund og það gekk vel held ég. Mér líður allavega mjög vel í dag þannig að ég er bara bjartsýn á framhaldið.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.