Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:
„Mér líður mjög vel, ég er spennt að spila leikinn á laugardaginn og sýna fólki hversu góðar við erum og hvað við getum gert,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska liðsins á æfingu í morgun.
Ísland mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM laugardaginn 22. júlí en íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum á mótinu gegn Frökkum, 0-1.
„Við erum mjög ferskar í dag, við náðum góðri endurhæfingu í gær og núna erum við bara að einbeita okkur að leiknum gegn Sviss. Við fóum í ræktina, svo var hlaupið í sundi og svo smá jóga sem var mjög gott.“
„Samskiptin trufluðu mig minna en ég hélt. Maður talar við næsta mann og hann kemur skilaboðunum áfram þannig að þetta gekk vel.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.