Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:
„Mér líður mjög vel, það er kominn nýr dagur og við erum bara að einbeita okkur að leiknum gegn Sviss núna,“ sagði Elín Metta Jensen, leikmaður íslenska liðsins á æfingu í morgun.
Ísland mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM laugardaginn 22. júlí en íslenska liðið tapaði fyrsta leik sínum á mótinu gegn Frökkum, 0-1.
„Við þurfum að gleyma þessum Frakka leik og horfa fram á veginn. Það sem skiptir mestu máli núna er að þjálfarinn finni rétta liðið til þess að byrja á móti Sviss og við stöndum að sjálfsögðu þétt við bakið á þeim öllum.“
„Við fórum aðeins yfir svissneska liðið í gær og það er svona verið að búa okkur undir leikinn hægt og bítandi. Liðið er á mjög góðum stað, bæði líkamlega og andlega og það eru allir tilbúnir í leikinn.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.