Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:
„Efst í huga er frábær frammistaða, taktískt mjög sterkur leikur hjá okkur og leikmennirnir mjög agaðir og flottir,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins á æfingu í morgun.
Ísland tapaði 1-0 fyrir Frökkum í fyrsta leik sínum á EM í gærdag en það var Eugénie Le Sommer sem skoraði eina mark leiksins úr víti en dómurinn þótti afar harður.
„Auðvitað eru hlutir sem við hefðum mátt gera betur, sérstaklega á boltanum en heilt yfir er það stuðningurinn, stemningin, gleðin, krafturinn og trúin í liðinu sem stendur uppúr.“
„Dagný átti skalla sem á að fara inn, hún er það góð að hún á að klára og Gunnhildur fékk frábært færi þar sem hún átti að skora en það tókst ekki í gær.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.