„Þetta var geggjað og við gáfum allt okkar í þetta,“ sagði Sigríður Lára íslenska landsliðsins eftir 1-0 tap liðsins í kvöld.
Það var Eugénie Le Sommer sem skoraði eina mark leiksins á 86 mínútu úr vítaspyrnu en dómarinn þótti ansi umdeildur.
„Það var fiðringur í mér og hjatað tók auka kipp þegar að byrjunarliðið var tilkynnt. Það kom mér á óvart að hafa verið valinn í byrjunarliðið, ég verð að segja það.“
„Það var smá stress í byrjun en það fór þegar leið á leikinn. Það var mjög fúlt að tapa þessum leik því mér fannst við eiga skilið miklu meira en við gáfum allt í leikinn og ég er í raun bara hrærð yfir þessum stuðningi sem við fengum.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.