Sif Atladóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum örlítið súr í kvöld eftir 1-0 tap gegn Frökkum á EM.
Íslenska landsliðið spilaði mjög vel á köflum en fékk dæmda á sig vítaspyrnu undir lokin sem kostaði jafntefli.
,,Ég held að ég hafi öskrað manna hæst nei eða eitthvað. Maður trúði þessu ekki,“ sagði Sif eftir leikinn.
,,Að taka svona ákvörðun á svona tímapunkti. Hún sér eitthvað sem má ekki gera í fótbolta og við tökum því bara.“
,,Við stúderuðum þær vel og lokuðum á þær. Við vissum hversu sterkar þær voru fram á við.“
Nánar er rætt við Sif hér fyrir ofan og neðan.