Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var stolt og svekkt eftir 1-0 tap gegn Frökkum í fyrsta leik á EM í Hollandi í kvöld.
,,Núna líður mér svona upp og niður. Maður er svekktur en samt stoltur af liðinu eftir frábæra frammistöðu,“ sagði Sara.
,,Við spiluðum frábærlega og vorum ótrúlega skipulagðar og spiluðum varnarleikinn vel. Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik.“
,,Þær vilja ekki láta snerta sig en svona spilum við. Það er alltaf aðeins smá hroki en hvað á maður að segja, þetta er okkar leikstíll.“
Nánar er rætt við Söru hér fyrir ofan og neðan.