Fyrrum landsliðskonan Olga Færseth er mætt til Hollands og mun fylgjast með Íslandi spila gegn Frakklandi á EM í kvöld.
Olga er spennt fyrir leik kvöldsins og telur hún að íslenska liðið eigi möguleika á að ná í ágætis úrslit.
,,Leikurinn leggst ótrúlega vel í mig. Við vitum það að Frakkarnir eru gríðarlega sterkar og þetta verður erfitt,“ sagði Olga.
,,Það er þó eitthvað sem segir mér að við eigum smá séns og það er vonandi að stelpurnar nýti sér það.“
,,Við þurfum að halda þeim í núllinu, þar liggja okkar möguleikar. Ef við náum að halda þeim í núlli þá er aldrei að vita hvort við náum inn einu.“
,,Mig langar sérstaklega að hrósa fjölmiðlum hvað þeir hafa tekið mikinn þátt í þessu með stelpunum. Þetta er að verða eins best verður á kosið.“
Nánar er rætt við Olgu hér fyrir ofan og neðan.