Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:
„Ég vonaði það að sjálfsögðu að ég yrði í hópnum hérna í Hollandi en ég var ekkert alltof örugg með það fyrir ári síðan,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, leikmaður íslenska liðsins í dag.
Varnarmaðurinn öflugi er mætt til Hollands með íslenska landsliðsliðinu en þetta er hennar fyrsta stórmót enda er leikmaðurinn einungis tvítug að árum.
„Mér fannst ég standa mig vel á móti Brasilíu þannig að nei, ég get ekki sagt að það hafi komið mér á óvart að vera valin. Ég er alltaf klár í að spila og vonast eftir því að spila eins mikið og mögulegt er.“
„Þetta er fáránlega flott og mikið allt saman. Það hefur tekið smá tíma að venjast þessu en þetta er auðvitað geggjað.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.