Bjarni Helgason skrifar frá Ermelo:
„Þetta er bara gaman fyrir alla, ekki bara liðið heldur líka bara Íslendinga í heild sinni,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins á æfingu liðsins í morgun.
Íslenska liðið kom til Hollands í gærkvöldi og fór fyrsta formlega æfing liðsins fram í dag í Ermelo þar sem liðið mun dvelja á meðan keppni stendur.
Meira:
Myndir: Skilaboð í sætunum fyrir stelpurnar um borð hjá Icelandair
Gæsahúð í Leifsstöð – Stelpurnar fengu frábærar kveðjur
„Ég sagði það um daginn að Ísland ætti eftir að vekja heimsathygli á þessu móti utan vallar og það er strax byrjað. Ég get lofað þér því að það var ekkert lið á þessu móti sem fékk svona kveðjuathöfn. Ég er stoltur af þessu en núna er það búið og leikmenn eru 100% klárir.“
„Við erum með gríðarlega reynslumikið lið þótt við séum kannski ekki með neitt gamla leikmenn þannig. Blandan er góð, við erum með unga leikmenn og svo leikmenn sem hafa spilað marga leiki fyrir okkur undanfarin ár og þessi reynsla mun nýtast okkur vel.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.