Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var hress á Leifsstöð í dag fyrir brottför til Hollands.
Íslenska kvennalandsliðið er á leið á EM í Hollandi og fékk fallegar kveðjur áður en haldið var út í dag.
,,Þetta myndband vekur upp einhverjar tilfinningar. Þetta var meiriháttar flott, fallegar kveðjur en samt skemmtilegur húmor í þessu,“ sagði Freyr.
,,Þetta er bara vá. Þetta er framar mínum björtustu vonum og þeir sem standa á bakvið þetta eiga allt hrós skilið. Maður er orðlaus,“ sagði Freyr um móttökurnar í Leifsstöð.
,,Ég fann það í gær að fólk var farið að bíða eftir því að komast í loftið og til Hollands. Byrjum þetta partý núna.“