,,Ég er mjög spennt,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir leikmaður Íslands við 433.is í dag.
Landsliðið er að undirbúa sig fyrir EM í Hollandi en liðið heldur út í fyrramálið.
Fyrsti leikur er svo á þriðjudag gegn Frakklandi.
,,Ég væri þess vegna til í að vera fara út núna, ég er meira en sátt með undirbúnigninn. Ótrúlegir síðustu dagar.“
,,Það er ekki nein pressa, það er ekki eins og fólk telji að við vinnum alla leiki. Umgjörðin sem við höfum fengið, þetta hefur verið geggjað.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.