,,Við vorum að skapa okkur færi, við tökum leikinn úti,“ sagði Emil Pálsson leikmaður FH eftir 1-1 jafntefli við Víking Götu í Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Um var að ræða fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildarinnar en síðari leikurinn er í Færeyjum.
,,Við þurftum að reyna að færa boltann á milli kanta, við vorum að komast í ágætis stöður. Við hefðum átt að skora fleiri mörk.“
,,Þetta verður alveg eins úti, þeir munu liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.