,,Það er gríðarleg spenna í hópnum,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir kantmaður Íslands við 433.is í dag.
Stut er í að EM í Frakklandi fari af stað en liðið heldur út á föstudag og hefur leik 18. júlí.
,,Við erum spenntar að fara út á föstudaginn, við vorum á Selfossi um helgina og það er mikil einbeiting í hópnum.“
,,Það er góður liðsandi í hópnum, það eru allar sem stefna í sömu áttina.“
Mikill stuðningur er á bakvið liðið þessa stundina og Hólmfríður tekur eftir því.
,,Það er frábær stuðningur, þetta hefur aldrei verið stundi. Þegar maður labbar út í búð eru allir að óska manni góðs gengis.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.