,,Hún var ótrúlega vel nýtt,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður Íslands við 433.is í dag en liðið eyddi helginni á Selfossi í æfingar og að þjappa hópnum saman.
Liðið heldur út á EM á föstudag en fyrsti leikur er 18. júlí gegn Frakklandi.
,,Freyr sá til þess að það væri ekki einu sinni tími til að setjast niður og fá sér kaffibolla, svo vel var þessi ferð nýtt.“
,,Við vorum dauðþreyttar þegar við komum heim en þetta var geggjuð ferð. Þetta var góð ferð fyrir okkur, bæði innan vallar og félagslega. Við fórum í hellaskoðun, við fórum í Fontana Spa og grillveislu. Við höfðum tíma til að vera saman.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.