Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins, er vongóður fyrir leik helgarinnar er Ísland mætir Króatíu í undankeppni HM.
,,Þetta leggst mjög vel í mig. Það er alltaf gaman að koma heim, hvað þá í júni. Það er stutt í 17. júní og við viljum gera vel til að gleðja alla Íslendinga,“ sagði Hörður.
,,Við erum búnir að renna vel yfir Króatana síðustu tvo daga og við erum tilbúnir að gera betur en við gerðum í Króatíu.“
,,Auðvitað vantar einhverja leikmenn hjá þeim en þeir koma með aðra heimsklassa leikmenn í staðinn.“