Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, segir að undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Króatíu um helgina hafi gengið frábærlega til þessa.
Ísland spilar mikilvægan leik í undankeppni HM á Laugardalsvelli og er Helgi bjartsýnn fyrir viðureignina.
,,Það er ekki allt klárt. Við höfum tvo daga en við erum búnir að fara yfir ansi mikið,“ sagði Helgi.
,,Við erum búnir að leikgreina Króatíu og hvernig við ætlum að fara að þessu og nú er bara fókus beint á leikinn.“
,,Sumir segja að þeir séu í leikreynslu en við ekki en að þeir séu þreyttir en við ekki.“
,,Það er erfitt að gefa upp hvort það sé jákvætt eða neikvætt en við reynum að hafa þetta jákvætt fyrir okkur.“