Ari Freyr Skúlason, leikmaður íslenska landsliðsins, ræddi við 433.is í dag fyrir leik gegn Króatíu á sunnudaginn.
Ari segir að undirbúningurinn gangi vel en strákarnir fengu sér hamborgara á Fabrikkunni á dögunum sem fór vel í menn.
,,Við höfum fengið smá frelsi og höfum hugsað vel um okkur. Við fengum góðan hamborgara og svona!“ sagði Ari Freyr.
,,Fyrirliðinn var mjög góður. Ég mæli með honum“
,,Ef við ætlum virkilega að eiga möguleika á að komast áfram þá þurfum við sigur og að minnsta kosti eitt stig.“
,,Ef við fáum slæm úrslit þá förum við neðar og neðar en við erum sterkir varnarlega og höfum unnið þá sigra þar sem við spilum illa.“