,,Þetta er spennandi leikur, við erum auðvitað að fara að spila á móti frábæru liði,“ sagði Sverrir Ingi Ingason miðvörður Íslands og Granada við 433.is í gær.
Sverrir hefur verið að banka á dyrnar í byrjunarliðinu hjá landsliðnu og heldur Ragnari Sigurðssyni og Kára Árnasyni á tánum sem hafa spilað frábærlega í hjarta varnarinnar.
Ísland mætir Króatíu í mikilvægum leik í undankeppni HM á sunnudag en leikið er á Laugardalsvelli.
,,Við erum fullir tilhlökkunar í þetta verkefni, ég held að það sé kominn tími á að vinna þá. Vonandi getum við fengið góðan stig á sunnudag og fengið þrjá punkta.“
,,Ég verð klár ef kallið kemur, við erum allir saman í þessu. Hvort sem það er ég eða annar sem spilar þá styðjum við það.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.