,,Stjarnan á útivelli er ekki léttasta liðið sem við hefðum getað fengið,“ sagði Indriði Sigurðsson fyrirliði KR eftir að dregið var í 8-liða úrslit bikarsins í dag.
KR fer í Garðabæinn í byrjun júlí og mætir þar Stjörnunni.
Langt er hins vegar í leikinn og KR þarf að koma sér á skrið í deildinni þar sem liðið á í vandræðum.
,,Við þurfum að byrja að vinna leiki, það er einfalda svarið. Við þurfum að finna út úr því hvernig við gerum það.“
,,Við þurufm að láta leikinn vippa í okkar átt, hann hefur ekki verið að detta með okkur. Við höfum verið að tapa stigum, við höfum verið að spila oft á tíðum að spila vel.“
KR-ingar fóru í 3-4-3 kerfið fyrir tímabilið en ætti KR að fara í gamla kerfið til að snúa við genginu?
,,Þá erum við að segja að við séum búnir að vera í algjörri steypu, mér finnst það ekki þannig. Mér finnst við spila vel og erum að skapa fullt af færum.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.