Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R, var virkilega ánægður í kvöld eftir 2-1 sigur liðsins á Fjölni eftir að hafa lent undir 1-0 í fyrri hálfleik.
,,Ég er mjög sáttur. Þetta er nauðsynlegt fyrir okkur eftir að hafa lent undir gegn KA, náðum að jafna og þá sýndum við það að það býr í þessu liði persónuleiki sem neitar að gefast upp,“ sagði Logi.
,,Þeir töpuðu stórt síðast og ætluðu væntanlega að koma hingað og halda markinu hreinu og þar af leiðandi gekk okkur ekki of vel að búa til færi en þetta er þýðingamikið fyrir okkur að ná sigri og fara sáttir í fríið.“
,,Þeir eru stórhættulegir. Þeir eru með framherja sem eru hávaxnir og markheppnir og þeir hafa sýnt það og sannað í gegnum tíðina að þeir geta gert ýmislegt.“