fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433

Heimir: Það er þeirra að bíta í súra eplið núna

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. júní 2017 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu í undankeppni HM.

Leikurinn fer fram 11. júní á Laugardalsvelli og ljóst má vera að mikið er undir enda getur Íslands náð Króatíu á toppi riðilsins með sigri.

Mesta athygli vekur að Viðar Örn Kjartansson framherji Maccabi tel Aviv er ekki í hópnum að þessu sinni.
Viðar byrjaði síðasta leik í undankeppni HM en kemst ekki í hóp núna.

,,Við erum búnir að ákveða hvað við ætlum að gera á þessum dögum, ég held að við hefðum ekki getað gert þetta á faglegri hátt en við gerðum. Margar ósvaraðar spurningar sem við þurftum að fá svar, við hefðum ekki getað gert þetta á faglegri hátt,“
sagði Heimir í samtali við 433.is

Ísland hefur þrisvar mætt Króatíu á síðustu árum, einum leik lauk með jafntefli en Ísland tapaði hinum tveimur.

,,Er ekki tími núna til að gera eitthvað, þetta er góður tími. Við reynum að læra af reynslunni, síðasti leikur var gott skref. Við töpum 2-0 en seinna markið kom í uppbótartíma, allan leikinn áttum við möguleika á að fá eitthvað úr þessum leik.“

,,Ég held að það fari enginn á nálum yfir því að við stillum þessu upp sem úrslitaleik, ef þessi leikur tapast þá er Króatía sex stigum fyrir framan okkur og góða markatölu. Það er ólíklegt að þeir tapi þremur leikjum af fjórum.“

Eins og fram kom valdi Heimir ekki Viðar Örn Kjartanson, Theodór Elmar Bjarnason eða Hólmar Örn Eyjólfsson í hópinn að þessu sinni.

,,Það eru leikmenn sem við settum í miðjulínuna sem geta spilað frammi, það er þeirra að bíta í það súra epli að vera ekki í hópnum núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn

Real Madrid óttast það bara að einn leikmaður fái leikbann fyrir Arsenal leikinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar

Fjórir aðilar á Íslandi sýknaðir – Voru grunaðir um að hagræða úrslitum leiks síðasta sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“

Viðurkennir að fjarvera Glódísar sé áfall – „Þurfum bara að takast á við það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar

Enn vel mögulegt að Salah taki þetta framandi skref í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð

Sjáðu nýjustu klippuna frá Bestu deildinni – Afar vandræðaleg lyftuferð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“

Jón Þór: „Þetta er staðurinn sem við viljum vera á“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær

Fór í sögubækurnar með ljótu broti gegn Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum

Komu myndavél inn í herbergi frægra manna er þeir stunduðu kynlíf – Þetta sagði einn við konuna í miðjum klíðum