,,Við byrjuðum ágætlega en hleypum þeim inn í leikinn, in the end erum við ekki að spila nógu vel,“ sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH eftir 2-2 jafntefli gegn Víkingi R. á heimavelli í dag.
FH er átta stigum á eftir toppliði Vals en liðið hefur hikstað of mikið í sumar.
,,Við getum ekkert horft á toppsætið, við þurfum að hugsa um einn leik í einu. Það virðist vea meira en nóg fyrir okkur.“
,,Við þurfum að fara að einbeita okkur að því, ég er ekki að horfa í toppsætið eins og staðan er núna.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.