Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó, hefði viljað fá þrjú stig í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Fjölni.
,,Í fyrri hálfleik áttum við að vera yfir allavegana 2-1 eða 2-0. Markið sem við fengum á okkur var klaufalegt,“ sagði Ejub.
,,Kannski var þetta mér að kenna eða ekki þeim að kenna, ég er að setja leikmenn í stöðu sem þeir eru ekki vanir að spila.“
,,Í fyrri hálfleik áttum við dauðafæri og marga möguleika og Fjölnir átti ekki mikið.“
Nánar er rætt við Ejub hér fyrir ofan og neðan.