Staðfest hefur verið að West Ham og Manchester City mætast í æfingaleik á Laugardalsvelli þann 4. ágúst.
Um er að ræða leik sem er kallaður The Super Match eða Ofurleikurinn.
Fyrirtækið sem sér um framkvæmd leiksins hélt leikinn á síðasta ári í Svíþjóð þar sem Galatasaray og Manchester United mættust.
Um er að ræða stórviðburð á Íslandi en þarna mætast sögufrægt lið West Ham og lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City.
Raheem Sterling ein af stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar og leikmaður Manchester City verður mættur til Íslands í ágúst.
,,Ég er mjög spenntur fyirr því að spila við West Ham í Reykjavík, þetta er land sem ég hef aldrei heimsótti. Ég er spenntur fyrir því að sjá okkar frábæru stuðningsmenn þar. Ég get ekki beðið,“ sagði Sterling.
Skilaboð Sterling eru hér að neðan.