Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var að vonum í skýjunum í kvöld eftir magnaðan 1-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM.
,,Þetta gerist mjög hægt. Ég tek aukaspyrnu og svo sé ég hödda stökkva upp og ég sé ekki hvort hann skalli hann eða hvort þetta fari af öxlinni á honum. Ég hef aldrei séð bolta vera jafn lengi að fara í markið,“ sagði Gylfi.
,,Þetta var ekkert örugglega frábær skemmtun að horfa á fyrr en í lokin en mér fannst við alltaf hafa góð tök á leiknum. Þeir sköpuðu ekki mikið.“
,,Þegar 85 mínútur voru komnar á klukkuna þá fór maður að hugsa hvort þetta myndi enda 0-0 en við gáfumst ekki upp og það var mikilvægt að ná þessu marki, annars værum við í fjórða sæti riðilsins.“
,,Við höfum farið vel yfir þeirra varnarleik og sóknarleik. Það hefur verið mikið af fundum sem er ekki það skemmtilegasta í heimi en það skilar sér og þess virði þegar þú vinnur svona lið.“
Við biðjumst afsökunar á hljóðinu í myndbandinu sem er aðeins á eftir mynd.