,,1-0 heima á móti Króatíu held ég að séu bara alveg þokkaleg úrslit,“ sagði Emil Hallfreðsson leikmaður Íslands eftir 1-0 sigur á Króatíu í kvöld í undankeppni HM.
Sigurinn skýtur Íslandi á toppi riðilsins ásamt Króatíu en bæði lið hafa 13 stig þegar fjórir leikir eru eftir.
Sigumark leiksins kom undir lokin þegar Hörður Björgvin Magnússon skoraði.
,,Þeir skapa sér ekki mikið og mér fanst við vinna þá í baráttunni, þetta gekk nokkuð vel.“
,,Maður þurfti að gefa allt í þetta til að halda í við Modric, við ætluðum að reyna að setja sigurmarkið. Það var ótrúlega sætt.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.