„Það var hrikalega ljúft að vinna þennan leik í kvöld, okkur hefur ekki gengið nógu vel á móti þeim í gegnum tíðina sem gerir þetta ennþá sætara,“ sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins eftir 1-0 sigur liðsins á Króötum í kvöld.
Það var Hörður Björgvin Magnússon sem skoraði eina mark leiksins á 89 mínútu og lokatölur því 1-0 fyrir Ísland.
Liðið fer því í 13 stig í I-riðli og er nú jafnt Króötum að stigum þegar sex leikir eru búnir að riðlakeppninni.
„Það eru margir leikmenn sem hafa ekki verið að spila mikið undanfarið og eru að stíga upp úr meiðslum og að vinna þá er auðvitað bara frábært.“
„Við spiluðum gríðarlga vel varnarlega, þeir sköpuðu sér kannski eitt til tvö færi allan leikinn sem er gríðarlega sterkt á móti svona góðu liði.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.