„Frábært tilfining að klára þetta í lokin og halda þessu geggjaða recordi hérna á heimavelli,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins eftir 1-0 sigur liðsins á Króötum í kvöld.
Það var Hörður Björgvin Magnússon sem skoraði eina mark leiksins á 89 mínútu og lokatölur því 1-0 fyrir Ísland.
Liðið fer því í 13 stig í I-riðli og er nú jafnt Króötum að stigum þegar sex leikir eru búnir að riðlakeppninni.
„Ef eitthvað lið átti að skilið að vinna þá vorum það við. Við vorum að halda áfram að berjast og sóttum á þá allan tímann þannig að við sóttum okkar lukku í þessum leik.“
„Mér fannst þetta verðskuldaður sigur þótt jafntefli hefði kannski verið sanngjarnt líka. Það er erfitt að segja eftir einn leik þegar menn hafa ekki spilað í langan tíma en það var smá deyfð í okkur þegar að við vorum með boltann en annars sást það ekki fannst mér.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.