Milos Milojevic, þjálfari Víkings R, var að vonum fúll í kvöld eftir 2-1 tap gegn Grindvíkingum.
Víkingar voru mikið með boltann og virkuðu hættulegir en töpuðu leiknum að lokum 2-1 í blálokin.
,,Ég er svekktur, það er ekkert leyndarmál. Þegar þú tapar leik á 90. mínútu þá ertu svekktur,“ sagði Milos.
,,Við fengum fullt af færum til að ganga frá leiknum en svona er fótboltinn, ef þú virðir hann ekki þá færðu hann í bakið.“
,,Það vantaði herslumuninn og kjark. Það eru bara tvö lið í heiminum sem vinna leiki og eru með possession, það eru Barcelona og Bayern og með fullri virðingu þá held ég að við séum ekki á því leveli.“
,,Það sem við kláruðum ekki í dag það eigum við að klára í næsta leik eða þar næsta.“
Nánar er rætt við Milos hér fyrir ofan og neðan.