Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings R, var svekktur í dag eftir 2-1 tap heima gegn Grindvíkingum.
Víkingar komust yfir 1-0 í dag en töpuðu leiknum á endanum 2-1 og kom sigurmarkið í blálokin.
,,Tilfinningin er ömurleg ef ég á að segja eins og er. Þetta er leikur sem við héldum að við værum með,“ sagði Halldór.
,,Eins og oftast á móti liðum sem eiga að vera fyrir neðan okkur í töflunni þá gerist eitthvað sem ég kann ekki alveg skil á.“
,,Við erum voða góðir á móti KR og FH en í svona leikjum þá virðist eitthvað vanta hjá okkur.“
,,Það er ekkert annað en hausinn sem kemur til greina. Það vantar einbeitinguna.“
Nánar er rætt við Halldór hér fyrir ofan og neðan.