Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, var svekktur í dag eftir 3-1 tap liðsins gegn Fylki í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar.
,,Við vorum bara ekki nógu góðir, það var það sem klikkaði héld ég,“ sagði Sveinn.
,,Það var svona eins og við værum hálfu skrefi á eftir, það var ágætis barátta á köflum en við fylgdum ekki skipulaginu.“
,,Mér fannst við alls ekki bera of mikla virðingu fyrir þeim en það var skítagangur í vörninni hjá okkur í fyrstu mörkunum, bara lélegur varnarleikur.“
,,Það er alltaf fínt að komast á blað en við höfum viku núna til að laga helvíti margt.“