Indriði Sigurðsson, leikmaður KR, var svekktur með að fá ekki meira en stig eftir 2-2 jafntefli við FH í kvöld.
,,Miðað við frammistöðuna og sénsana hefðum við átt að taka þetta,“ sagði Indriði.
,,Uppstilling FH kom ekki á óvart, við bjuggumst við því. Þeir hafa verið að switcha og virðast vera að ströggla með 3-4-3 og þekkja hitt miklu betur.“
,,Þetta eru aulamörk, í fyrri hálfleik sofnum við á verðinum og það gerist oft þegar þú stjórnar leiknum eins og við gerðum í dag.“
,,Seinna markið er fast leikatriði og það felldi okkur seinast. Ég hef þó ekki miklar áhyggjur, ef við höldum áfram á sömu braut þá eigu við eftir að pikka upp fullt af punktum.“