Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var ekki ánægður með spilamennsku sinna manna eftir 3-1 tap gegn Stjörnunni í kvöld.
,,Ef við mætum ekki karlmönnum með karlmennsku þá bara taparu, það segir sig sjálft,“ sagði Fjölnir.
,,Þeir voru bara miklu, miklu sterkari en við, ekki betri í fótbolta en bara miklu sterkari í öllum sviðum.“
,,Þetta eru karlmenn í þessu Stjörnuliði og þeir mæta í leikina af þeirra styrkleikum og við þurfum að mæta þeim þar en gerðum það ekki.“
,,Við ætluðum að fara að spila einhvern fancy bolta en þeir unnu bara alla bolta og þannig er þeirra leikstíll.“