Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó, var svekktur með að fá ekkert úr leik kvöldsins en liðið tapaði 2-1 fyrir Breiðabliki.
,,Við byrjuðum rosalega vel og það hefði verið sanngjarnt ef við hefðum komist 1-0 yfir,“ sagði Ejub.
,,Svo kemur 10-15 mínútna kafli þar sem við spilum bara virkilega illa. Við pressum ekki boltamann og vorum ekki að dekka vel og fengum tvö mörk í andlitið.“
,,Það var áætlunin að pressa á þá en Breiðablik er með góða einstaklinga og færa boltann vel. Við vorum oft með boltann en hefðum getað gert betur varðandi sendingar, einn gegn einum og fyrirgjafir.“