Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var ekki of óánægður með spilamennsku sinna mann í 4-1 tapi gegn ÍA í Eyjum.
,,Það er heilmargt gott í þessu. Þriðja og fjórða markið kemur þegar við erum einum og hálfum færri á vellinum,“ sagði Kristján.
,,Þetta eru engin smá wonder mörk sem þeir skora. Munurinn er á að þeir eiga fimm skot á markið og skora fjögur og við eigum sjö á rammann og skorum eitt.“
,,Það er svo stutt á milli í þessum leik að þegar við erum ofan á í leiknum skorum við ekki og látum verja þau skot sem við eigum á rammann.“
,,Þetta rúllaði bara svona núna en við erum ekkert alveg brjálaðir.“