„Við bara vorum lélegir stærstan hluta leiksins og FJölnismenn áttu þetta skilið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH eftir 1-2 tap liðsins gegn Fjölni í kvöld.
Ivica Dzolan kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik áður en Emil Pálsson jafnaði metin fyrir heimamenn á 66 mínútu. Það var svo Þórir Guðjónsson sem skoraði sigurmark Fjölnis á 81 mínútu og þar við sat.
„Menn fara inn í leikina með góðum hug og ætla að gera sitt besta en það hefur verið of algengt hjá okkur í síðustu leikjum að við höfum ekki verið að spila vel, nema á einhverjum smá köflum.“
„Við létum boltann ekki ganga nægilega hratt og vorum alltaf að reyna fara í einhverjar úrslitasendingar sem voru ekki tímabærar.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.