Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari KA, var sár í kvöld eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni en sigurmark Stjörnunnar kom á síðustu sekúndum leiksins.
,,Það var mjög sárt að labba útaf með tap. Mér fannst leikurinn vera 50/50 stál í stál allan tímann,“ sagði Túfa.
,,Mínir menn voru að skila öllu á vellinum eins og í undanförnum leikjum og þetta er mjög svekkjandi.“
,,Ég tel að mínir menn hafi viljað skora. Við vorum að fara í pressu síðustu 10 mínútur til að setja þungan á þá.“
,,Við erum að fara í alla leiki til að vinna og við sýndum það aftur í dag að við erum topplið og ætlum að gera góða hluti áfram.“
,,Við vorum mjög ósáttir við ákvörðunina að dæma ekki brot á Steinþór. Þetta var þrisvar sinnum brot þar sem hann getur dæmt. Það var pjúra brot og það verður gaman að sjá þetta í sjónvarpinu á eftir.“