Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, var að vonum súr eftir dramatík á Samsung vellinum í kvöld þar sem KA þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn Stjörnunni en sigurmark Stjörnunnar kom á 96. mínútu.
,,Að fá mark á þig í lokin á þessum sterka útivelli þar sem við héldum þessu í 90 mínútur, gáfum ekki færi á okkur og fáum svo mark á okkur úr föstu leikatriði í lokin sem er virkilega svekkjandi,“ sagði Hallgrímur.
,,Við þyrftum helst að vera meira creative fram á við. Við vissum að við þyrftum að vera sterkir til baka, þeir eru með mjög gott lið ef ekki sterkasta liðið í deildinni.“
,,Við töluðum um það í hálfleik að vera þéttari til baka sem við gerðum og þeir voru ekki skapa nein færi, þetta var ekki færi í lokin bara draumamark.“