Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þjálfari Fylkis í Pepsi-deild kvenna, var ekki ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld í 2-0 tapi gegn FH.
,,Það var stefnan að koma inn í seinni hálfleikinn og koma til baka og setja tvö eitt markið og setja ótta í FH liðið. Ég er svekktur með vítaspyrnuklúðrið,“ sagði Jón.
,,Heilt yfir var frammistaðan ekki nógu góð. Fyrri hálfleikurinn ekki nógu sterkur en seinni hálfleikur var betri.“
,,Við fáum nokkra sénsa til að gera eitthvað en þetta var ekki on. Við fáum ágætis færi í fyrri hálfleik en mörk breyta leikjum og við gefum þeim fyrsta markið algjörlega.“