,,Það eru allir að skríða saman, þetta var gríðarlega sterkur sigur að fá. Hvernig hann kom var sterkt, það var miklu léttara yfir öllu í klefanum í gær,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA í samtali við 433.is í dag.
Skagamenn unnu ótrúlegan sigur á Fram í bikarnum á mánudag en Framarar voru 3-1 yfir þegar lítið var eftir.
Skagamenn settu hins vegar í gírinn og frá 87. mínútu til loka leiks setti liðið þrjú mörk og fóru áfram. Skagamenn eru án stiga í Pepsi deildinni og svona sigur gæti gefið mikið.
,,Það verður að segjast eins og er að það er langt síðan sigurinn hafði komið í hús, í vetrarleikjum færðu ekki þennan fögnuð eftir leik. Það var kærkomið að fá hann inn, ég held að þessi sigur eigi að geta gefið okkur mikið.“
Viðtalið við Gunnlaug er í heild hér að ofan og neðan.