,,Við erum að koma úr skemmtilegri ferð í bikarnum gegn Magna Grenivík sem var skemmtilegur leikur,“ sagði Águst Gylfason þjálfari Fjölnis fyrir leik liðsins gegn FH í Pepsi deildinni á mánudag.
Fjölnir er með fjögur stig eftir þrjár umferðir en liðið tapaði fyrir KA í síðustu umferð.
,,Við fórum yfir ákveðin atriði þar sem við ætlum að gera gegn FH, það á eftir að slípa þau en vonandi eru þau klár gegn FH. Það verður gaman að mæta þangað.“
Ólafur Páll Snorrason var aðstoðarþjálfari FJölnis á síðustu leiktíð en lét af störfum til að fara til FH.
,,Hann veit allt um okkar leik og vonandi getum við komið honum á óvart, þetta snýst um að spila góðan fótbolta og sjá svo hvort liðð vinnur.“