„Þetta var járn í járn,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Vals eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn FH í kvöld.
Það var Sigurður Egill Lárusson sem kom Val yfir í fyrri hálfleik með marki úr vítaspyrnuu áður en Steven Lennon jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 83 mínútu og lokatölur því 1-1.
„Mér fannst við fá betri færi í þessum leik. Við fáum frábæra sénsa í fyrri hálfleik til þess að gera út um leikinn en fullt kredit til FH, þeir eru með hörkulið en mér fannst þeir fá mjög ódýrt víti.“
„Við vorum góðir í fyrri hálfleik en planið var að fá ekki á sig mark í seinni hálfleik. Það er auðvitað fúlt að fá á sig svona mark en við tökum stigið bara.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.