„Maður er auðvitað svekkur bara,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn FH í kvöld.
Það var Sigurður Egill Lárusson sem kom Val yfir í fyrri hálfleik með marki úr vítaspyrnuu áður en Steven Lennon jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 83 mínútu og lokatölur því 1-1.
„Við vorum geggjaðir í fyrri hálfleik og hefðum þurft að skora fleiri mörk en það var bara 1-0 í hálfleik en í seinni hálfleik féllum við aðeins til baka og þeir koma út af miklum krafti og jafna og svona þegar uppi er staðið var þetta bara sanngjarnt.“
„Við vorum undir það búnir að þeir myndu mæta grimmir til leiks í seinni hálfleik og við féllum kannski aðeins of mikið tilbaka. Við vorum að halda vel og eftir því sem leið á leikinn féllum við meira og meira tilbaka en þeir ná að jafna úr vítaspyrnu sem mér fannst ansi ódýr.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.