Kristófer Sigurgeirsson, þjálfari Leiknis R, var að vonum súr í kvöld eftir 3-2 tap gegn HK en sigurmark HK kom í blálokin í kvöld.
,,Þetta er svona með því svekkjandi sem maður hefur lent í. Við lendum 2-0 undir og maður er hrikalega ánægður með að koma til baka úr því,“ sagði Kristófer.
,,Við erum að skapa, fáum stöngina og Raggi einn í gegn en svo fáum við bara fluke á okkur í lokin, truflað mark.“
,,Þetta eru tvö föst leikatriði sem við fáum á okkur. Það er einhver sem tapar leikmanninum sínum og úr því kemur mark.“
,,Tempóið, það var verið að flauta allan helvítis leikinn sem hægði á öllu. Dómarinn hjálpaði við það.“
Nánar er rætt við Kristófer hér fyrir ofan og neðan.