Freyr Alexandersson og kvennalandsliðið er í dag að klára undirbúning sinn fyrir vináttuleik gegn Slóvakíu á morgun.
Um er að ræða mikilvægan leik í undirbúningi liðsins fyrir EM í Hollandi í sumar.
,,Þetta var gott ferðalag þar sem allt gekk vel, farangurinn skilaði sér,“ sagði Freyr um stöðu mála.
Meira:
105 dagar í EM og útlitið er ekki nógu gott
Sóknarleikur Íslands hefur verið vandamál liðsins undanfarið og Freyr ætlar að laga hann.
,,Aðstæður hér í Slóvakíu eru allar hinar bestu, mannskapurinn er í fínu standi.“
,,Við ætlum að nýta verkefnið vel, við ætlum að byrja á að setja orku í sóknarleikinn. Við ætlum að vinna með sóknarleikinn, æfingarnar fara í það.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.