„Ég er ánægður með stigin og vinnsluna í liðinu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur liðsins á FH í kvöld.
Það var Rakel Hönnudóttir sem skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks og lokatölur því 1-0 fyrir Blika sem byrja mótið á sigri.
„Ég hef meiri áhyggjur af því að hlutirnir séu ekki að virka alveg 100% en maður er aldrei alveg sáttur, maður er oft að leita af hinum fullkomna leik en eins og ég sagði áðan þá er ég bara sáttur með þennan sigur.“
„Vörnin hjá okkur er að slípast til. Þær voru ekki að fá mikið af færum og voru ekki að opna okkur neitt. Sonný þurfti aldrei að skutla sér neitt þannig að ég er sáttur með varnarleikinn hingað til en sóknarleikurinn aðeins stirðari en það er alltaf tími til þess slípa það til.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.