„Það var frábært að vinna leik og þetta peppar mannskapinn bara upp,“ sagði Hulda Hrund Arnarsdóttir, fyrirliði Fylkis eftir 1-0 sigur liðsins gegn Grindavík í kvöld.
Það var Jasmín Erla Ingadóttir sem skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og lokatölur því 1-0 fyrir Fylki sem byrjar á sigri í deildinni.
„Það var mikill spenningur fyrir leiknum enda fyrsti leikur og það vildu allir sýna sig og sanna. Í fótbolta er oft nóg að skora bara eitt, ef þú færð ekki á þig mark og við gerðum það í dag.“
„Það var mikil tækni í þessum brasilísku, þær voru mjög góðar. Það setur deildina í nýjar hæðir að fá svona sterka erlenda leikmenn til landsins.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.