Valur á að vinna Pepsi deild kvenna í sumar ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna gengur eftir.
Valur hefur spilað vel í vetur og er með vel mannað lið.
,,Ég held að við þurfum ekkert að fela það neitt, okkur langar að vinna deildina og ætlum okkur að gera það. Þetta verður hörku keppni og mörg lið sem geta stolið titlinum,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir leikmaður liðsins við 433.is í dag.
,,Það eru öll lið sem geta stolið sigri af hvor öðrum, það lið sem misstígur sig sjaldnanst mun enda uppi sem sigurvegari.“
Dregið var í riðla fyrir undankeppni HM hjá landsliðinu í dag og er um að ræða erfiðan riðil.
,,Þetta er hálfgerður dauðariðill, við fáum besta liðið í Þýskalandi. Svo eru Tékkland og Slóvakíu sem eru lið á uppleið og svo eru það frændur okkar í Færeyjum, þær eru í sókn. Að sjálfsögðu er hægt að vinna Þýskaland.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.