Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins, var ánægður með stigin þrjú í kvöld gegn Kosóvó í undankeppni HM.
,,Ég er sáttur og ekki sáttur. Við vorum ekki það góðir í leiknum en við börðumst gegn liði sem var algjörlega tilbúið að berjast,“ sagði Viðar
,,Ég sjálfur og liðið höfum oft spilað betur en það er sterkt að vinna leiki er við erum ekki upp á okkar besta.“
,,Þeir voru bara mjög góðir og munu örugglega ná í fullt af stigum hér. Við þurftum að hafa okkur alla til.“
,,Ég var alltaf klár í að taka vítaspyrnuna ef hann hefði ekki viljað það en það er ólíklegt að Gylfi sé að fara rétt mér boltann.“